Vagnageymsla Grindavík
Fólk sem á bókað hjá okkur á erindi í Grindavík og fá þessvegna að fara í gegn um lokunarpóstana.
Fólki er bent á að vera með tryggingar í lagi þar sem geymslunar tryggja ekki tækið.
​
VELJIÐ AÐEINS FJÖLDA TÆKJA Í BÓKUNARVÉLINNI SVO VIÐ GETUM FYLGST MEÐ FJÖLDA TÆKJA SEM BÓKAST.
​
ATH þú átt ekki frátekið pláss nema ganga frá pöntun hér sama hvort þú hafir verið árið á undan eða ekki.
GEYMSLAN OKKAR UPPHITUÐ OG MEÐ GÓÐRI ÖNDUN!
Þórkötlustaðir, 240 Grindavík.
​
​
Tökum á móti tækjum eftir samkomulagi á virkum dögum á milli 09:00 - 15:00 hægt er að skijja efti á öðrum tímum og vera í sambandi við okkur! 857-3001
​
​
Verð:
Tjaldvagn: FAST VERÐ 50.000kr
Fellihýsi FAST VERÐ 85.000 kr
Hjólhýsi 22.900kr per meter
Bíll 22.900kr per meter
​Húsbíll 22.900kr per meter
​
TIL AÐ FINNA HEILDARVERÐ MARGFALDARU LENGDINA MEÐ UPPHÆÐINNI OG ÞÁ FÆRÐU VERÐ FYRIR VETURINN.
​
Skilmálar þegar vagnar og önnur tæki eru sett í geymslu hjá Fjórhjólaævintýri ehf:
Leigusalinn, starfsmenn eða eigendur þess bera ekki neinum tilvikum ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vögnum eða öðrum tækjum sem tekið er við til geymslu hjá okkur. Allir ferðavagnar og tæki sem koma til geymslu verða að vera bruna- og kaskótryggð hjá íslensku tryggingarfélagi.
Ferðatækið sem þú skráir núna er alfarið á ábyrgð eiganda þess i geymslunni. Leigutakar bera ábyrgð á að tæma vatnstanka, ferðasalerni og annan búnað sem vökvi getur frosið í. Einnig að aftengja rafgeymi og fjarlægja gaskúta úr/af vögnum.
Það er á ábyrgð leigutaka/eiganda viðkomandi vagns/tækis að trygging sé staðfest og í lagi.
ATH!!! Að kröfu Eldvarnareftirlits þurfa eigendur að fjarlægja gaskúta og aftengja rafgeyma áður komið er með tæki í geymslu.
Eftir að vagninn/tækið er komið í geymslu er húsinu lokað, og ekki hægt að nálgast tækin fyrr en á auglýstum úttektardegi.
Leigutíminn er frá 24.sept' til 29. apríl - 2025. Við látum vita með sms þegar þitt tæki kemur út.
Úttektardagur vorið 2025: á öllum ferðatækjum 29.apríl til 30.apríl 2024 eftir veðri er möguleiki á að tekið sé út vikunni fyrir eða eftir þessu tímabili.
Vakin er sérstök athygli á því að ferðatæki sem hafa verið sett út eftir vetrargeymslu eru alfarið á ábyrgð eigenda sinna. Leigusali ber ekki í neinum tilvikum ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vögnum á útisvæði. Ferðatækin þurfa að vera sótt á afhendingardegi.
Dagsetningar gætu færst til vegna veðurs.
Rukkað er fyrir alla lengd frá enda á beysli að aftasta part á tækinu hvort sem það er krókur eða grind.
Max hæð 2.9m
​
#1 Veldu 24 sept. í bókunarvélinni en svo mætirðu á eftirfarandi dagsetningum:
09:00-16:00 dagana 24-26 sept.
#2 Veljið hvaða tæki þið eruð með.
#3 Smellir á book og gengur frá greiðslu.
Munið að þegar símanúmer er sett inn þarf að smella á hnöttinn og velja þitt land sem dæmi Ísland.
Staðfestingargjald er 1 meter og er staðfestingargjald ekki endurgreiðanlegt.
​
Með því að smella á book samþykkir þú skilmálana hér að ofan.
​
​
​